Verið velkomin
Þetta er útskiftarvefur minn/portfolio. Ég er að útskrifast sem grafískur miðlari núna í vor og hér er vefur með verkefnum úr náminu og fleira!
Um mig
Ég heiti Ragna Fríða en er kölluð Fríða og er fædd 28. janúar árið 2000. Fyrstu átta ár ævi minnar bjó ég á litlum sveitabæ í Mýrdalshreppi. Árið 2008 flutti ég á Eyrabakka og bjó þar þangað til ég byrjaði í Tækniskólanum. Ég hóf nám við Tækniskólann árið 2020 eftir árs námspásu. Ég útskrifaðist sem stúdent á listalínu úr Fjölbrautaskóla Suðurlands vorið 2019. Þar kynntist ég grafískri miðlun fyrst. Ég vann hönnunarkeppni í þeim áfanga þar sem lagt var fyrir okkur að hanna merkingar á ruslatunnur skólans. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á list. Mér finnst gaman að teikna, mála og flest föndur sem er lagt fyrir mig. Auk þess finnst mér mjög gaman að horfa á þætti og hlusta á tónlist á tungumálum sem ég kann ekki. Ég hef líka gaman af stjörnuspeki og galdrafræði, en ég hef safnað allskonar kristöllum og er oftast með nokkra í vasanum. Þó ég viti ekki mikið um tísku hef ég mjög gaman af henni! Ég reyni að vera töff klædd flesta daga. Mér finnst gaman að versla notuð föt á nytjamörkuðum og að púsla þeim saman. Eins og áður er minnst á finnst mér gaman að föndra, en ég hef „föndrað“ mín eigin föt, prjónað, heklað eða saumað.